Eignastofan fasteignamiðlun kynnir: höfum fengið í einkasölu atvinnuhúsnæði við Vatnagarðar 16 í Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 201-5938 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin er 535 fermetrar verslunar og þjónustuhúsnæði við Vatnagarða í Reykjavík. Húsnæðið er allt á jarðhæð og skiptist í verslun með lager rými inn af verslun og kaffistofu, skrifstofurými sem að er með aðgengi að fundarherbergi, opið vinnurými-sal með lökkuðu gólfi, tveimur stórum innkeyrsluhurðum ásamt gönguhurðum.
Húsnæðið hefur margvíslega möguleika á nýtingu. Hægt að skipta rýminu niður í smærri einingar þar sem að það eru þrír inngangar, tvær kaffistofur og þrjú salerni. Útisvæðið er malbikað og næg bílastæði til staðar.
Staðsetningin er tilvalin fyrir margvíslega starfsemi þar sem að stutt er í vöruhótel og uppskipunarhafnir. Einnig er gott aðgengi að húsnæðinu fyrir flutninga og sendibíla. Hluti húsnæðisins er í útleigu ca. 200 fermetrar.
Upplýsingar veitir Kristinn B. Ragnarsson viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali í síma 8984125 eða á netfanginu [email protected]