Gjaldskrá

GJALDSKRÁ EIGNARSTOFUNNAR FASTEIGNAMIÐLUNAR ehf.

 

Eftirfarandi gjaldskrá er leiðbeinandi um þjónustu og gildir nema að um annað hafi verið samið. Söluþóknun er umsemjanleg og byggir á mati á markaðssvæði, seljanleika og nánara samkomulagi.

Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar með virðisaukaskatti nema annað sé tekið fram.

 

Kaup og sala

Sala fasteigna í einkasölu 1,95% af söluverði auk vsk, þó að lágmarki kr. 450.000 auk vsk eða kr. 558.000 með vsk..

Sala fasteigna í almennri sölu 2,5%-2,95% af söluverði auk vsk, þó að lágmarki kr. 450.000 auk vsk eða kr. 558.000 með vsk..

Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna er 0,5% af söluverði eignar auk vsk.

Sala sumarhúsa 3% af söluverði auk vsk.

 

Skoðun og verðmat fasteignar

Skriflegt verðmat á íbúð er kr. 29.900 með vsk.

Skriflegt verðmat á raðhúsi, parhúsi og einbýlishúsi er 39.900 með vsk.

Skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði er samkvæmt sérsamningi milli aðila.

 

Ýmis ákvæði

Þjónustu og umsýslugjald. Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 74.400 með vsk. fyrir þjónustu fasteignasölunnar. Gjaldið er vegna kostnaðar s.s. við ráðgjöf, aðstoð við kaupanda vegna kauptilboðs, kaupsamnings, afsals, umsjón með þinglýsingu skjala og fleira.

Gjald vegna veðleyfa frá lánastofnunum er innheimt hafi það verið útlagt af fasteignasölunni.

Seljandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 74.400 með vsk. vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbókarvottorða, ljósrits teikninga og annarra skjala.

Seljandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 62.000 með vsk. fyrir markaðsgjald og atvinnuljósmyndun.

 

Leigumiðlun

Þóknun fyrir leigumiðlun samsvarar umsaminni mánaðarleigu auk vsk.